Íslenski boltinn

Leik Keflvíkinga og KR-inga frestað um 50 daga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Reynir Gunnarsson í fyrri leiknum á móti Keflavík.
Guðmundur Reynir Gunnarsson í fyrri leiknum á móti Keflavík. Mynd/Vilhelm
Mótanefnd KSÍ hefur frestað tveimur leikjum KR-inga í Pepsi-deild karla, annarsvegar vegna þátttöku KR-liðsins í Evrópukeppni og hinsvegar vegna úrslitaleik Valitorsbikarsins. Annar leikjanna er leikur Þórs og KR sem mætast einmitt í bikarúrslitaleiknum á laugardeginum 13. ágúst en þau áttu síðan að mætast í deildinni mánudaginn 15. ágúst.

Nýr leiktími fyrir leik Þórs og KR er nú fimmtudaginn 18. ágúst eða fimm dögum eftir að liðin spila til úrslita í bikarkeppninni á Laugardalsvellinum.

Hinn leikurinn sem er frestað er leikur Keflavíkur og KR sem átti að fara fram í kvöld. Mótanefndin þurfti að fresta þeim leik um 50 daga, eða til fimmtudagsins 22. september, sem þýðir að KR-ingar munu eiga leik inni á önnur lið í toppbaráttunni fram yfir 20. umferð.

KR og Keflavík munu ennfremur spila þrjá leiki í vikunni 18. til 25. september, á sunnudegi, á fimmtudegi og á sunnudegi.

Fyrsti leikur KR-inga í þessari törn er útileikur í Eyjum en sá síðasti er heimaleikur á móti Fylki. Keflvíkingar mæta Fram á útivelli á sunnudeginum og spila síðan við Víking á útivelli þremur dögum eftir að þeir taka á móti KR-ingum.



Fréttatilkynning frá KSÍ:

Leikjum í Pepsi-deild karla breytt

Vegna úrslitaleik Valitor bikarsins og þátttöku KR í Evrópudeild UEFA

3.8.2011

Vegna úrslitaleiksins í Valitor-bikar karla 13. ágúst  og vegna þátttöku KR í Evrópudeild UEFA hefur eftirfarandi leikjum í Pepsi-deild karla verið breytt:

Pepsi-deild karla

Þór - KR

Var:  Mánudaginn 15. ágúst kl. 19.15 á Þórsvelli

Verður: Fimmtudaginn 18. ágúst kl. 19.15 á Þórsvelli

Pepsi-deild karla

Keflavík - KR

Var:  Miðvikudaginn 3. ágúst kl. 19.15 á Nettóvellinum

Verður: Fimmtudaginn 22. september kl. 17.00 á Nettóvellinum

Pepsi-deild karla

21. umferð (næst síðasta umferðin)

Allir leikir í 21. umferð Pepsi-deildar karla færast af laugardeginum 24. september og verða sunnudaginn 25. september.

Eftirtaldir leikir breytast og verða sunnudaginn 25. september kl. 16.00:

lau. 24. sep.  14:00 Stjarnan - Valur         Stjörnuvöllur   

lau. 24. sep.  14:00 Grindavík - Fram       Grindavíkurvöllur   

lau. 24. sep.  14:00 FH - ÍBV                       Kaplakrikavöllur   

lau. 24. sep.  14:00 Þór - Breiðablik          Þórsvöllur   

lau. 24. sep.  14:00 Víkingur R. - Keflavík Víkingsvöllur   

lau. 24. sep.  14:00 KR - Fylkir                    KR-völlur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×