Umfjöllun: FH lagði andlausa Blika Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli skrifar 3. ágúst 2011 14:03 Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum í Kópavogi í kvöld. Mynd/Pjetur Breiðablik er komið niður í níunda sæti í Pepsi-deild karla eftir 0-1 tap gegn FH á Kópavogsvelli í kvöld. Það var Emil Pálsson sem skoraði eina mark leiksins. Leikurinn byrjaði með rosalegum látum og bæði lið sóttu á víxl. Blikar fengu þrjú dauðafæri á fyrsta korterinu. Rafn Andri klikkaði í tvígang og þar af fór skalli frá honum í stöng. Kristinn Jónsson fékk síðan frían skalla en hann skallaði beint á Gunnleif. Atli Guðnason var sterkur hinum megin og komst í tvígang í fín færi. Fyrst skaut hann yfir og svo lét hann Ingvar verja frá sér er hann komst einn í gegn. Ótrúlega lífleg byrjun og ótrúlegt að engin mörk hafi litið dagsins ljós. Markið kom loks á 30. mínútu leiksins. Emil Pálsson fór þá í flott þríhyrningsspil við Matthías Vilhjálmsson og komst í gegn. Emil kláraði færið með stæl og kom FH yfir. Blikar voru sem rotaðir eftir markið og gátu nákvæmlega ekki neitt síðasta korterið. Breytti engu þó svo leikmenn hafi skipt um stöður í sókninni. FH-ingar sköpuðu það litla sem eftir lifði hálfleiks en ekki kom annað mark. Blikum gekk ekkert sérstaklega að rífa sig upp í seinni hálfleiknum. Kristinn Jónsson var sá eini sem gerði eitthvað af viti hjá Blikum en aðrir voru meira í að hengja haus. FH-ingar gáfu nokkuð eftir en hefðu að ósekju átt að sækja grimmar á Blikana og klára leikinn. Algjör óþarfi að halda Blikunum volgum. Síðari hálfleikur var annars meira og minna tíðindalítill og lengstum leiðinlegur. FH-ingar halda sér því enn á lífi í efri hlutanum en Blikar sogast neðar og þurfa að skoða sín mál rækilega. Þeir eru ekki svipur hjá sjón. Baráttan takmörkuð og trúin á eigin getu virðist ekki vera til staðar lengur. Andleysið var á köflum ótrúlega mikið og eftir góða byrjun fór allur vindur úr þeim. FH hefur oft leikið betur og þurfti í raun að hafa ótrúlega lítið fyrir sigrinum. Sóknarþungi Blika var það lítill. FH varðist vel, átti fínar sóknarlotur og hefði getað unnið stærri sigur.Breiðablik-FH 0-1 Áhorfendur: 1.282 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6. Skot (á mark): 9-14 (3-3) Varin skot: Ingvar 2 – Gunnleifur 2 Horn: 7-7 Aukaspyrnur fengnar: 12-17 Rangstöður: 1-2 Pepsi Max-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Breiðablik er komið niður í níunda sæti í Pepsi-deild karla eftir 0-1 tap gegn FH á Kópavogsvelli í kvöld. Það var Emil Pálsson sem skoraði eina mark leiksins. Leikurinn byrjaði með rosalegum látum og bæði lið sóttu á víxl. Blikar fengu þrjú dauðafæri á fyrsta korterinu. Rafn Andri klikkaði í tvígang og þar af fór skalli frá honum í stöng. Kristinn Jónsson fékk síðan frían skalla en hann skallaði beint á Gunnleif. Atli Guðnason var sterkur hinum megin og komst í tvígang í fín færi. Fyrst skaut hann yfir og svo lét hann Ingvar verja frá sér er hann komst einn í gegn. Ótrúlega lífleg byrjun og ótrúlegt að engin mörk hafi litið dagsins ljós. Markið kom loks á 30. mínútu leiksins. Emil Pálsson fór þá í flott þríhyrningsspil við Matthías Vilhjálmsson og komst í gegn. Emil kláraði færið með stæl og kom FH yfir. Blikar voru sem rotaðir eftir markið og gátu nákvæmlega ekki neitt síðasta korterið. Breytti engu þó svo leikmenn hafi skipt um stöður í sókninni. FH-ingar sköpuðu það litla sem eftir lifði hálfleiks en ekki kom annað mark. Blikum gekk ekkert sérstaklega að rífa sig upp í seinni hálfleiknum. Kristinn Jónsson var sá eini sem gerði eitthvað af viti hjá Blikum en aðrir voru meira í að hengja haus. FH-ingar gáfu nokkuð eftir en hefðu að ósekju átt að sækja grimmar á Blikana og klára leikinn. Algjör óþarfi að halda Blikunum volgum. Síðari hálfleikur var annars meira og minna tíðindalítill og lengstum leiðinlegur. FH-ingar halda sér því enn á lífi í efri hlutanum en Blikar sogast neðar og þurfa að skoða sín mál rækilega. Þeir eru ekki svipur hjá sjón. Baráttan takmörkuð og trúin á eigin getu virðist ekki vera til staðar lengur. Andleysið var á köflum ótrúlega mikið og eftir góða byrjun fór allur vindur úr þeim. FH hefur oft leikið betur og þurfti í raun að hafa ótrúlega lítið fyrir sigrinum. Sóknarþungi Blika var það lítill. FH varðist vel, átti fínar sóknarlotur og hefði getað unnið stærri sigur.Breiðablik-FH 0-1 Áhorfendur: 1.282 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6. Skot (á mark): 9-14 (3-3) Varin skot: Ingvar 2 – Gunnleifur 2 Horn: 7-7 Aukaspyrnur fengnar: 12-17 Rangstöður: 1-2
Pepsi Max-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira