Íslenski boltinn

Haraldur Björns: Hefðum átt að pressa frá upphafi

Kolbeinn Tumi Daðason á Valsvelli skrifar
„Við vorum í sókn allan seinni hálfleikinn og ég fæ ekki boltann. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta," sagði Haraldur Björnsson markvörður Vals eftir 1-1 jafntefli Vals við Grindavík í kvöld.

Grindvíkingar komust yfir úr eina marki fyrri hálfleiksins þegar Magnús Björgvinsson skoraði.

„Þetta var röð mistaka sem við gerum. Svo breytir boltinn um stefnu af stuttu færi og fer framhjá mér. Það er alltaf svekkjandi að fá á sig mark."

Valsarar pressuðu mikið í lokin og ætluðu sér stigin þrjú.

„Við hefðum átt að byrja á því að pressa frá upphafi leiksins. En við ákváðum að liggja tilbaka og leyfa þeim að koma upp og vinna boltann þannig. Í seinni hálfleiknum var allt annað upplegg og við ætluðum að klára þetta."

Haraldur var fyrr í dag valinn í A-landslið karla sem mætir Ungverjum í vináttuleik eftir viku.

„Það er alltaf ánægjulegt þegar kallið kemur. Fyrsta skiptið í A-liðið. Krydda aðeins upp á sumarið með utanlandsferð."

Þetta er í fyrsta sinn sem Haraldur er valinn í A-landsliðið en hann stóð sig vel með U21 árs landsliðinu í Evrópumótinu í Danmörku fyrr í sumar.

„Ég átti gott spjall við Óla Jó og komst að því að ef maður spilar vel er alltaf möguleiki. Ég gat allt eins búið við kallinu núna eins og seinna. Eins og hann sagði í dag er verið að skoða arftaka og það er bara jákvætt," sagði Haraldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×