The Daily Mail fullyrðir í dag að Tottenham ætli sér að reyna að kaupa spænska framherjann Fernando Llorente frá Athletic Bilbao.
Félagið á að hafa boðið 26 milljónir punda í kappann en forráðamenn Bilbao hafa ítrekað fullyrt að leikmaðurinn sé ekki til sölu.
Llorente hefur einnig verið orðaður við Real Madrid en félagið fékk á dögunum Emmanuel Adebayor að láni frá Manchester City.
Tottenham reyndi einnig að kaupa Andy Carroll frá Tottenham en Newcastle hafnaði tilboði upp á 23 milljónir punda í kappann.
Þá er einnig talið að Chelsea myndi reyna að kaupa Llorente ef félaginu mistekst að kaupa hinn Fernando-inn, nefnilega Torres frá Liverpool.
