Fótbolti

Alfreð Finnbogason tryggði Lokeren jafntefli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Lokeren í fyrsta sinn í kvöld og svaraði kallinu með því að skora jöfnunarmark liðsins í 1-1 jafntefli á móti botnliði Charleroi í belgísku úrvalsdeildinni.

Alfreð skoraði markið sitt átta mínútum fyrir leikslok en Dudu Biton hafði komið Charleroi yfir á 58. mínútu. Lokern er í 6. sæti deildarinnar en hefði komist upp fyrir KV Mechelen með sigri.

Alfreð hafði komið inn á sem varamaður í þremur síðustu leikjum Lokeren en hafði þá aðeins fengið að spila í samtals 42 mínútur. Hann fékk fyrsta alvöru tækifærið í kvöld og nýtti það vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×