Krefur Agnesi um hærri miskabætur Erla Hlynsdóttir skrifar 2. febrúar 2011 08:55 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Morgunblaðsins Mynd: GVA „Þessi afsökunarbeiðni er hvorki fugl né fiskur," segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður um afsökunarbeiðni Morgunblaðsins í dag vegna rangfærslna Agnesar Bragadóttur. Umbjóðandi hans, Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður og fréttastjóri á DV, ætlar að halda máli sínu gegn Agnesi til streitu og fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur, auk 500 þúsund króna vegna birtingar dómsins í fjölmiðlum. Einnig verður farið fram á að Agnes sæti refsingu vegna ærumeiðinga í garð Inga Freys en allt að tveggja ára fangelsi liggur við broti af þessu tagi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Í umfjöllun Agnesar í Morgunblaðinu var Ingi Freyr sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í njósnatölvumálinu svokallaða. Í afsökunarbeiðni Morgunblaðsins í dag segir að „ofsagt" hafi verið um þetta atriði en staðfest hefur verið að um var að ræða rangan fréttaflutning. Ingi Freyr var sagður grunaður um fjölda annars konar brota í frétt Agnesar en ekki er tekið á þeim atriðum í afsökunarbeiðninni, þar á meðal var Ingi Freyr sagður hafa gert dreng undir lögaldri út af örkinni til að stela fyrir sig gögnum úr tölvum.Ingi Freyr heldur málinu gegn Agnesi til streitu„Það má eiginlega gagnálykta út frá þessari afsökunarbeiðni. Gagnályktunin er þá sú að þeir biðjist ekki afsökunar á öðru í greininni. Það er auðvitað aljgörlega óásættanlegt," segir Vilhjálmur. Hann segir Inga Frey fagna afsökunarbeiðninni í dag, þó hún gangi skammt. „Umbjóðandi minn fagnar því að Morgunblaðið biðjist afsökunar á þessu augljósa atriði enda þeim ekki stætt á öðrum þegar lögreglan hefur staðfest að þarna var rangt með farið," segir hann. Vísir hefur áður fjallað um að Ingi Freyr gaf Agnesi og Morgunblaðinu frest til klukkan fjögur síðdegis á mánudag, daginn sem umrædd frétt birtist, til að leiðrétta hana, biðjast afsökunar og greiða milljón króna í miskabætur. Ekki var orðið við því. Vilhjálmur segist gera ráð fyrir að stefna aðeins Agnesi, en ekki ritstjórum eða útgefendum Morgunblaðsins. Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórum Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. 2. febrúar 2011 08:44 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Þessi afsökunarbeiðni er hvorki fugl né fiskur," segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður um afsökunarbeiðni Morgunblaðsins í dag vegna rangfærslna Agnesar Bragadóttur. Umbjóðandi hans, Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður og fréttastjóri á DV, ætlar að halda máli sínu gegn Agnesi til streitu og fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur, auk 500 þúsund króna vegna birtingar dómsins í fjölmiðlum. Einnig verður farið fram á að Agnes sæti refsingu vegna ærumeiðinga í garð Inga Freys en allt að tveggja ára fangelsi liggur við broti af þessu tagi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Í umfjöllun Agnesar í Morgunblaðinu var Ingi Freyr sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í njósnatölvumálinu svokallaða. Í afsökunarbeiðni Morgunblaðsins í dag segir að „ofsagt" hafi verið um þetta atriði en staðfest hefur verið að um var að ræða rangan fréttaflutning. Ingi Freyr var sagður grunaður um fjölda annars konar brota í frétt Agnesar en ekki er tekið á þeim atriðum í afsökunarbeiðninni, þar á meðal var Ingi Freyr sagður hafa gert dreng undir lögaldri út af örkinni til að stela fyrir sig gögnum úr tölvum.Ingi Freyr heldur málinu gegn Agnesi til streitu„Það má eiginlega gagnálykta út frá þessari afsökunarbeiðni. Gagnályktunin er þá sú að þeir biðjist ekki afsökunar á öðru í greininni. Það er auðvitað aljgörlega óásættanlegt," segir Vilhjálmur. Hann segir Inga Frey fagna afsökunarbeiðninni í dag, þó hún gangi skammt. „Umbjóðandi minn fagnar því að Morgunblaðið biðjist afsökunar á þessu augljósa atriði enda þeim ekki stætt á öðrum þegar lögreglan hefur staðfest að þarna var rangt með farið," segir hann. Vísir hefur áður fjallað um að Ingi Freyr gaf Agnesi og Morgunblaðinu frest til klukkan fjögur síðdegis á mánudag, daginn sem umrædd frétt birtist, til að leiðrétta hana, biðjast afsökunar og greiða milljón króna í miskabætur. Ekki var orðið við því. Vilhjálmur segist gera ráð fyrir að stefna aðeins Agnesi, en ekki ritstjórum eða útgefendum Morgunblaðsins.
Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórum Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. 2. febrúar 2011 08:44 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46
Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórum Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. 2. febrúar 2011 08:44
„Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29