Enski boltinn

Bentley kominn til Birmingham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Bentley
David Bentley Mynd/AFP
Birmingham er búið að fá David Bentley á láni frá Tottenham og mun þessi 26 ára miðjumaður klára tímabilið með liðinu. Bentley tókst ekki að vinna sér fast sæti í liði Tottenham síðan að félagið keypti hann á 15 milljónr punda í júlí 2008.

Bentley mun væntanlega spila sinn fyrsta leik með Birmingham í nágrannaslagnum á móti Aston Villa á St Andrew's vellinum á sunnudaginn.

„Við erum mjög ánægðir með að fá David því hann er klassa leikmaður sem styrkir okkar lið. Hann hefur mikla náttúruhæfileika og er með topp-spyrnur úr föstum leikatriðum. Hann kemst vonandi aftur á flug hjá okkur," sagði Alex McLeish, stjóri Birmingham.

„Bentley getur komið með meiri samkeppni í liðið og með menn eins og hann, (Alexander) Hleb og (Sebastian) Larsson þá erum við komnir með góða breidd af skapandi leikmönnum. Bentley átti sínar stundir hjá Spurs en þar er samkeppnin um stöður gríðarlega hörð," sagði McLeish.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×