Enski boltinn

Pulis bauð í Noble

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tony Pulis, stjóri Stoke.
Tony Pulis, stjóri Stoke. Nordic Photos / Getty Images

Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur boðið West Ham fjórar milljónir punda fyrir miðvallarleikmanninn Mark Noble. Þetta kemur fram í enska götublaðinu The Sun.

Noble er lykilmaður í liði West Ham en hann er 23 ára gamall og skoraði í sigri sinna manna á Birmingham í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í gær.

„Ég er hrifinn af því að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum í janúarmánuði, það lífgar upp á tilveruna," er haft eftir Pulis.

„Ég mun reyna að kaupa 1-2 leikmenn en þetta verða að vera réttu leikmennirnir og betri en þeir sem við erum með fyrir."

Pulis er sagður reiðubúinn að selja þá Glenn Whelan og Adboulaye Faye til að rýma fyrir Noble og öðrum leikmönnum.

Þá hefur hann ekkert notað Eið Smára Guðjohnsen á undanförnum mánuðum en Eiður vill kaupa upp samninginn sinn við félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×