Íslenski boltinn

Átta leikmenn Þórs framlengja við félagið

Sveinn Elías eftir undirskriftina í kvöld.
Sveinn Elías eftir undirskriftina í kvöld. mynd/heimasíða Þórs
Stuðningsmenn 1. deildarliðs Þórs fengu fín tíðindi í kvöld þegar einir átta leikmenn félagsins framlengdu samning sinn við félagið.

Þeir eru Sigurður Marinó Kristánsson, Jóhann Helgi Hannesson, Baldvin Ólafsson, Halldór Orri Hjaltason, Guðmundur Ragnar Vignisson, Ármann Pétur Ævarsson,  Sveinn Elías Jónsson og Ingi Freyr Hilmarsson.

Þórsarar féllu úr Pepsi-deildinni í sumar en ætla sér greinilega beint upp aftur. Það að flestir leikmanna liðsins í sumar séu tilbúnir að taka þátt í verkefninu lofar góðu fyrir norðanmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×