Enski boltinn

Terry: Það á enginn öruggt sæti í landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Terry með Capello.
Terry með Capello.
Það vakti athygli að Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, skildi hafa Frank Lampard á bekknum í gær. John Terry segir að enginn leikmaður eigi öruggt sæti í liðinu.

"Þetta á við alla leikmenn og þar á meðal mig. Það á enginn öruggt sæti í liðinu. Það er mikil samkeppni um allar stöður í liðinu," sagði Terry.

Þetta var í fyrsta skipti í fjögur ár sem Lampard er ekki valinn í liðið þó svo hann hafi verið heill heilsu.

"Ungu strákarnir koma með mikinn kraft inn í hópinn og það er gaman að samkeppninni. Við erum allir að eltast við sömu markmið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×