Wilshere ekki með Englandi á EM í sumar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2011 16:00 Jack Wilshere, leikmaður Arsenal. Nordic Photos / Getty Images Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, mun ekki spila með Englandi í úrslitakeppni EM U-21 liða í Danmörku í sumar. Stuart Pearce, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt 23 manna lokahóp sinn. Andy Carroll, leikmaður Liverpool, er ekki heldur með í hópnum en það er vegna meiðsla. Pearce vildi fá alla sína bestu menn með á mótið en verður ekki af ósk sinni. Wilshere sagði margoft í vetur að hann vildi spila með Englandi í sumar þrátt fyrir að Arsene Wenger, stjóri hans hjá Arsenal, hafi verið mjög svo andsnúinn því. „Ég ræddi við Jack í síðustu viku," sagði Pearce við enska fjölmiðla. „Hann sagði mér fyrst í mars að hann vildi vera með en núna finnst honum að hann sé ekki í besta forminu til að taka þátt." „Það er vegna þess hversu marga leiki hann hefur spilað með Arsenal á tímabilinu. Hann hefur því áhyggjur af hvaða áhrif það gæti haft á þátttöku hans á næsta tímabili ef hann spilar með U-21 liðinu nú." „Jack hefur alltaf notið þess að spila með U-21 liðinu. Þetta eru mikil vonbrigði að fá hann ekki með en ég hef sætt mig við þessa niðurstöðu," sagði Pearce. Meðal þeirra leikmanna sem munu spila með Englendingum í sumar eru Chris Smalling, Daniel Sturridge, Micah Richards, Jordan Henderson og Danny Welbeck. Átján af leikmönnunum 23 eru á mála hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni. England leikur í B-riðli ásamt Spáni, Úkraínu og Tékklandi. Ísland er í A-riðli með Danmörku, Hvíta-Rússlandi og Sviss. Leikmannahópur U21-liðs EnglandsMarkverðir: Frankie Fielding (Derby County) Jason Steele (Middlesbrough) Alex McCarthy (Reading)Varnarmenn: Ryan Bertrand (Chelsea) Kieran Gibbs (Arsenal) Phil Jones (Blackburn Rovers) Michael Mancienne (Chelsea) Micah Richards (Manchester City) Chris Smalling (Manchester United) Kyle Walker (Tottenham Hotspur)Miðvallarleikmenn: Marc Albrighton (Aston Villa) Tom Cleverley (Manchester United) Jack Cork (Chelsea) Jordan Henderson (Sunderland) Henri Lansbury (Arsenal) Fabrice Muamba (Bolton Wanderers) Jack Rodwell (Everton) Danny Rose (Tottenham Hotspur) Scott Sinclair (Swansea City)Sóknarmenn: Nathan Delfouneso (Aston Villa) Daniel Sturridge (Chelsea) Danny Welbeck (Manchester United) Connor Wickham (Ipswich Town) Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Sjá meira
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, mun ekki spila með Englandi í úrslitakeppni EM U-21 liða í Danmörku í sumar. Stuart Pearce, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt 23 manna lokahóp sinn. Andy Carroll, leikmaður Liverpool, er ekki heldur með í hópnum en það er vegna meiðsla. Pearce vildi fá alla sína bestu menn með á mótið en verður ekki af ósk sinni. Wilshere sagði margoft í vetur að hann vildi spila með Englandi í sumar þrátt fyrir að Arsene Wenger, stjóri hans hjá Arsenal, hafi verið mjög svo andsnúinn því. „Ég ræddi við Jack í síðustu viku," sagði Pearce við enska fjölmiðla. „Hann sagði mér fyrst í mars að hann vildi vera með en núna finnst honum að hann sé ekki í besta forminu til að taka þátt." „Það er vegna þess hversu marga leiki hann hefur spilað með Arsenal á tímabilinu. Hann hefur því áhyggjur af hvaða áhrif það gæti haft á þátttöku hans á næsta tímabili ef hann spilar með U-21 liðinu nú." „Jack hefur alltaf notið þess að spila með U-21 liðinu. Þetta eru mikil vonbrigði að fá hann ekki með en ég hef sætt mig við þessa niðurstöðu," sagði Pearce. Meðal þeirra leikmanna sem munu spila með Englendingum í sumar eru Chris Smalling, Daniel Sturridge, Micah Richards, Jordan Henderson og Danny Welbeck. Átján af leikmönnunum 23 eru á mála hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni. England leikur í B-riðli ásamt Spáni, Úkraínu og Tékklandi. Ísland er í A-riðli með Danmörku, Hvíta-Rússlandi og Sviss. Leikmannahópur U21-liðs EnglandsMarkverðir: Frankie Fielding (Derby County) Jason Steele (Middlesbrough) Alex McCarthy (Reading)Varnarmenn: Ryan Bertrand (Chelsea) Kieran Gibbs (Arsenal) Phil Jones (Blackburn Rovers) Michael Mancienne (Chelsea) Micah Richards (Manchester City) Chris Smalling (Manchester United) Kyle Walker (Tottenham Hotspur)Miðvallarleikmenn: Marc Albrighton (Aston Villa) Tom Cleverley (Manchester United) Jack Cork (Chelsea) Jordan Henderson (Sunderland) Henri Lansbury (Arsenal) Fabrice Muamba (Bolton Wanderers) Jack Rodwell (Everton) Danny Rose (Tottenham Hotspur) Scott Sinclair (Swansea City)Sóknarmenn: Nathan Delfouneso (Aston Villa) Daniel Sturridge (Chelsea) Danny Welbeck (Manchester United) Connor Wickham (Ipswich Town)
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu