Fótbolti

Blind: Fimm milljónir of mikið fyrir Kolbein

Arnar Björnsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson,
Kolbeinn Sigþórsson, Mynd/AP
Hollenska blaðið AD Sportwereld greinir frá því í dag að PSV Eindhoven og Twente hafi ekki haft erindi sem erfiði að krækja í Kolbein Sigþórsson.  

Blaðið segir að Kolbeinn hafi gert munnlegt fjögurra ára samkomulag við Ajax en að ekki hafi samist um kaupverð við AZ Alkmaar.  

AZ vill fá 5 milljónir evra fyrir Kolbein en Ajax á að hafa boðið 3,5 milljónir evra.  

Tæknistjóra Ajax, Danni Blind, finnst það allt of hátt verð fyrir leikmann sem á eitt ár eftir af samningi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×