Fótbolti

Arnór: Ekki útilokað að Eiður spili aftur á tímabilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með AEK í Grikklandi.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með AEK í Grikklandi. Nordic Photos / Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen er á batavegi eftir vel heppnaða aðgerð á sunnudaginn. Hann tvífótbrotnaði í leik með liði sínu, AEK, í Grikklandi á laugardagskvöldið og verður frá næstu mánuðina.

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, sagði óvíst að hann yrði frá allt tímabilið, eins og fullyrt var í sumum fjölmiðlum ytra í gær. „Það er ekki vitað. Í dag er talið að þetta séu 4-5 mánuðir og það verður einfaldlega að koma í ljós hvort það stenst. Aðgerðin gekk vel og ekkert sem kom læknunum á óvart.“

Arnór segir enga ástæðu til að óttast að ferli Eiðs Smára sé lokið. „Það verða engar yfirlýsingar gefnar út um það. Vonandi mun þetta gróa eins og vonir standa til og þá sé ég fyrir mér að hann muni stíga aftur út á fótboltavöllinn.“

Eiður Smári var ánægður með lífið í gríska boltanum, að sögn Arnórs. „Þetta er vissulega öðruvísi en hann hefur lúmskt gaman af þessu. Vonandi nær hann sér að fullu og fær annað tækifæri til að spreyta sig þar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×