Fótbolti

Beckenbauer vill breyta rangstöðureglunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Franz Beckenbauer.
Franz Beckenbauer. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Franz Beckenbauer, fyrrum heimsmeistari sem bæði leikmaður og þjálfari með þýska landsliðinu, hefur alltaf sterkar skoðanir á fótboltanum og nú er hann í góðri stöðu til að hafa áhrif á reglur leiksins.

Keisarinn er formaður í umræðuhóp á vegum FIFA sem leggur til reglubreytingar til þeirra sem ráða innan FIFA. Hópurinn hittist í næstu viku og þar ætlar Beckenbauer að berjast fyrir því að rangstöðureglunni verði breytt.

Nokkur umdeild atvik varðandi rangstöðuregluna komu upp í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og þýska blaðið Bild gekk á Beckenbauer og spurði hann út í rangstöðuregluna.

„Ég vil breyta henni til baka eins og var á árum áður því hún er orðin alltof flókin í dag," sagði Franz Beckenbauer við Bild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×