Kúabú sektað fyrir brot á dýraverndarlögum Erla Hlynsdóttir skrifar 19. janúar 2011 11:34 Kýr eiga að fá að vera úti minnst átta vikur yfir árið. Mynd úr safni Kúabú á Norðurlandi hefur verið sektað um 50 þúsund krónur að vanrækja að tryggja kúnum á búinu lögbundna átta vikna útiveru yfir árið. Matvælastofnun Íslands kærði níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglum um nautgripahald og lög um dýravernd. Kærurnar voru lagðar fram til lögregluembætta víðs vegar um landið í lok nóvember þar sem rökstuddur grunur var um að níu kúabú hefðu vanrækt að tryggja kúnum lögbundna útiveru. Rannsókn stendur enn yfir í sex málanna en rannsókn er ekki hafin í einu þeirra. Í einu máli til viðbótar er beðið svara frá sakborningi um hvort hann gengur að sektargerð. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi, og því í fyrsta skipti sem íslenskt kúabú greiðir sekt fyrir brot á lögum um dýravernd og reglum um nautgripahald. Þrenns konar málalyktir eru mögulegar í hverju þessara mála; að opinber ákæra verði lögð fram, að bú verði sektað, eða að málið verði látið niður falla.Selja afurðir til íslenskra neytenda Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Forsvarsmenn umrædds kúabús á Norðurlandi luku málinu með sátt, játuðu á sig brotið og greiddu sektina. Sýslumannsembættið á Akureyri hafði mál annars kúabús á sinni könnu, bauð forsvarsmanni hennar að ljúka málinu með því að greiða 50 þúsund króna sekt en hann er enn að fara yfir það boð með lögmanni sínum.Telst ekki forgangsmál Rannsókn á einu þessara níu búa hefur enn ekki hafist en það bú er í umdæmi sýslumannsins á Selfossi. Þær upplýsingar fengust hjá lögregluembættinu þar að rannsókn sé ekki enn hafin þar sem málið teljist ekki forgangsmál, á við ofbeldisbrot gegn fólki og þvíumlíkt. Vonast er til að rannsókn geti hafist sem fyrst. Lögreglan á Suðurlandi hefur einnig verið í samstarfi við lögregluna á Akureyri um rannsókn eins máls sem kom þar inn á borð. Þrjú kúabúanna eru á Vestfjörðum. Rannsókn er hafin í öllum málanna og búið að taka skýrslur af flestum sem þeim tengjast. Tvö málanna eru komin á lokastig og ákvörðunar um framhaldið að vænta. Tvö búanna eru í umdæmi sýslumannsins á Sauðárkróki. Rannsókn beggja málanna er langt komin og skýrslutökum lokið í öðru málinu. Þar má því búast við að fljótlega verði tekin ákvörðun um framhald málsins. Vísir fjallaði um það í lok nóvember þegar kærurnar voru lagðar fram.Ekkert í íslenskum lögum fyrir 2002 Matvælastofnun fór af stað með átaksverkefni um útivist mjólkurkúa vorið 2009 eftir að hafa fengið ábendingar um að átján bú hleyptu kúnum ekki út eins og lög gera ráð fyrir. Í kjölfarið voru send bréf til forsvarsmanna búanna þar sem þess var krafist að þeir virtu lög og tryggðu kúnum minnst átta vikna útiveru yfir árið. Átakinu var haldið áfram síðasta vor og sömu kröfu beint til kúabúa. Forsvarsmenn þeirra flestra voru samvinnuþýðir. Þess má geta að fyrir árið 2002 var ekki tekið til þess í íslenskum lögum að nautgripum þurfi að tryggja lágmarks útivist en eftir að upp kom mál þar sem bóndi nokkur hélt gripum sínum inni allt árið var þetta ákvæði lögfest. Tengdar fréttir Kýr lokaðar inni árið um kring - bíta aldrei ferskt gras Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. 25. nóvember 2010 13:06 Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Kúabú á Norðurlandi hefur verið sektað um 50 þúsund krónur að vanrækja að tryggja kúnum á búinu lögbundna átta vikna útiveru yfir árið. Matvælastofnun Íslands kærði níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglum um nautgripahald og lög um dýravernd. Kærurnar voru lagðar fram til lögregluembætta víðs vegar um landið í lok nóvember þar sem rökstuddur grunur var um að níu kúabú hefðu vanrækt að tryggja kúnum lögbundna útiveru. Rannsókn stendur enn yfir í sex málanna en rannsókn er ekki hafin í einu þeirra. Í einu máli til viðbótar er beðið svara frá sakborningi um hvort hann gengur að sektargerð. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi, og því í fyrsta skipti sem íslenskt kúabú greiðir sekt fyrir brot á lögum um dýravernd og reglum um nautgripahald. Þrenns konar málalyktir eru mögulegar í hverju þessara mála; að opinber ákæra verði lögð fram, að bú verði sektað, eða að málið verði látið niður falla.Selja afurðir til íslenskra neytenda Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Forsvarsmenn umrædds kúabús á Norðurlandi luku málinu með sátt, játuðu á sig brotið og greiddu sektina. Sýslumannsembættið á Akureyri hafði mál annars kúabús á sinni könnu, bauð forsvarsmanni hennar að ljúka málinu með því að greiða 50 þúsund króna sekt en hann er enn að fara yfir það boð með lögmanni sínum.Telst ekki forgangsmál Rannsókn á einu þessara níu búa hefur enn ekki hafist en það bú er í umdæmi sýslumannsins á Selfossi. Þær upplýsingar fengust hjá lögregluembættinu þar að rannsókn sé ekki enn hafin þar sem málið teljist ekki forgangsmál, á við ofbeldisbrot gegn fólki og þvíumlíkt. Vonast er til að rannsókn geti hafist sem fyrst. Lögreglan á Suðurlandi hefur einnig verið í samstarfi við lögregluna á Akureyri um rannsókn eins máls sem kom þar inn á borð. Þrjú kúabúanna eru á Vestfjörðum. Rannsókn er hafin í öllum málanna og búið að taka skýrslur af flestum sem þeim tengjast. Tvö málanna eru komin á lokastig og ákvörðunar um framhaldið að vænta. Tvö búanna eru í umdæmi sýslumannsins á Sauðárkróki. Rannsókn beggja málanna er langt komin og skýrslutökum lokið í öðru málinu. Þar má því búast við að fljótlega verði tekin ákvörðun um framhald málsins. Vísir fjallaði um það í lok nóvember þegar kærurnar voru lagðar fram.Ekkert í íslenskum lögum fyrir 2002 Matvælastofnun fór af stað með átaksverkefni um útivist mjólkurkúa vorið 2009 eftir að hafa fengið ábendingar um að átján bú hleyptu kúnum ekki út eins og lög gera ráð fyrir. Í kjölfarið voru send bréf til forsvarsmanna búanna þar sem þess var krafist að þeir virtu lög og tryggðu kúnum minnst átta vikna útiveru yfir árið. Átakinu var haldið áfram síðasta vor og sömu kröfu beint til kúabúa. Forsvarsmenn þeirra flestra voru samvinnuþýðir. Þess má geta að fyrir árið 2002 var ekki tekið til þess í íslenskum lögum að nautgripum þurfi að tryggja lágmarks útivist en eftir að upp kom mál þar sem bóndi nokkur hélt gripum sínum inni allt árið var þetta ákvæði lögfest.
Tengdar fréttir Kýr lokaðar inni árið um kring - bíta aldrei ferskt gras Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. 25. nóvember 2010 13:06 Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Kýr lokaðar inni árið um kring - bíta aldrei ferskt gras Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. 25. nóvember 2010 13:06
Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43