Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Erla Hlynsdóttir skrifar 25. nóvember 2010 11:43 Öll kúabúin níu eru í fullri starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda Mynd úr safni Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. Brot á reglugerð um nautgripahald varða sektum eða fangelsisvist, en hvorki upphæð sektar né lengd fangelsisvistar er tilgreind nánar í lögunum. Þessi brot á dýraverndarlögum geta varðað sektargreiðslum eða fangelsisvist allt að einu ári. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þessi mál þannig vaxin að líklegt þykir að búin verði dæmd til greiðslu sektar. Matvælastofnun fór af stað með átaksverkefni um útivist mjólkurkúa vorið 2009 eftir að hafa fengið ábendingar um að átján bú hleyptu kúnum ekki út eins og lög gera ráð fyrir. Í kjölfarið voru send bréf til forsvarsmanna búanna þar sem þess var krafist að þeir virtu lög og tryggðu kúnum minnst átta vikna útiveru yfir árið. Átakinu var haldið áfram síðasta vor og sömu kröfu beint til kúabúa. Kýr eru almennt hafðar á beit er á tímabilinu frá júní til septembermánaðar. Nú þegar tæpar sex vikur eru eftir af árinu er ljóst að þau kúabú sem ekkert hafa hleypt kúnum út yfir árið hafa gerst brotleg við lög og leggur Matvælastofnun því fram kæru sína. Þess má geta að fyrir árið 2002 var ekki tekið til þess í íslenskum lögum að nautgripum þurfi að tryggja lágmarks útivist en eftir að upp kom mál þar sem bóndi nokkur hélt gripum sínum inni allt árið var þetta ákvæði lögfest. Tengdar fréttir Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. Brot á reglugerð um nautgripahald varða sektum eða fangelsisvist, en hvorki upphæð sektar né lengd fangelsisvistar er tilgreind nánar í lögunum. Þessi brot á dýraverndarlögum geta varðað sektargreiðslum eða fangelsisvist allt að einu ári. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þessi mál þannig vaxin að líklegt þykir að búin verði dæmd til greiðslu sektar. Matvælastofnun fór af stað með átaksverkefni um útivist mjólkurkúa vorið 2009 eftir að hafa fengið ábendingar um að átján bú hleyptu kúnum ekki út eins og lög gera ráð fyrir. Í kjölfarið voru send bréf til forsvarsmanna búanna þar sem þess var krafist að þeir virtu lög og tryggðu kúnum minnst átta vikna útiveru yfir árið. Átakinu var haldið áfram síðasta vor og sömu kröfu beint til kúabúa. Kýr eru almennt hafðar á beit er á tímabilinu frá júní til septembermánaðar. Nú þegar tæpar sex vikur eru eftir af árinu er ljóst að þau kúabú sem ekkert hafa hleypt kúnum út yfir árið hafa gerst brotleg við lög og leggur Matvælastofnun því fram kæru sína. Þess má geta að fyrir árið 2002 var ekki tekið til þess í íslenskum lögum að nautgripum þurfi að tryggja lágmarks útivist en eftir að upp kom mál þar sem bóndi nokkur hélt gripum sínum inni allt árið var þetta ákvæði lögfest.
Tengdar fréttir Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48