Fótbolti

Japan hætti við þátttöku í annað skiptið á sex vikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Það er áfram óvissa með þátttakendur í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta í sumar eftir að Japanir drógu lið sitt úr keppni í annað skiptið á sex vikum.

Japanar drógu sig fyrst út vegna náttúruhamfaranna í heimalandinu en nú sjá þeir sér ekki fært að mæta til Argentínu þar sem að þeir fá ekki leyfi að nota leikmenn sína sem spila í Evrópu.

Japanska knattspyrnulandsliðið var gestalið í keppninni sem fer fram í Argentínu 1. til 24. júlí en forráðamenn keppninnar höfðu beðið þá að draga úrsögn sína til baka eftir að Heims- og Evrópumeistarar Spánverja voru ekki tilbúnir að taka við sæti Japans.

Forráðamenn Knattspyrnusambands Suður-Ameríku ætla nú að bjóða Kosta Ríka að vera með en liðið yrði þá í riðli með Argentínu, Bólivíu og Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×