Enski boltinn

Darren Bent fór að versla á meðan Aston Villa tapaði fyrir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darren Bent
Darren Bent Mynd/Nordic Photos/Getty
Darren Bent þurfti að gefa út opinberlega afsökunarbeiðni í gær eftir að upp komst um verslunarleiðangur hans á sama tíma og liðsfélagar hans í Aston Villa voru yfirspilaðir af Liverpool.

Darren Bent er meiddur og gat ekki spilað en nennti heldur ekki að mæta á völlinn. Stuðningsmenn Aston Villa tóku þessu illa ekki síst þegar náðist mynd af Bent að versla jólagjafir í bænum.

Darren Bent fékk að heyra það á twitter-síðu sinni og kom að lokum fram og baðst afsökunnar. Hann sagðist hafa náð að horfa á mestan hluta leiksins í sjónvarpinu og hafi aldrei búist við því að það að skjótast út í búð myndi skapa svona mikið vesen.

Aston Villa hefur aðeins skorað í einum af síðustu fimm leikjum sínum og þrír þeirra hafa tapast. Darren Bent hefur spilað fjóra af þessum leikjum og ekki náð að skora. Hann er með 5 mörk í 14 deildarleikjum á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×