Fótbolti

Markvörður AZ ekki í leikbann | Kemur til greina að spila aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Esteban og umræddur áhorfandi í leiknum í gær.
Esteban og umræddur áhorfandi í leiknum í gær. Nordic Photos / AFP
Esteban Alvarado, markvörður AZ Alkmaar, þarf ekki að taka út leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk fyrir að sparka í áhorfanda í leik liðsins gegn Ajax í hollensku bikarkeppninni í gær.

Eins og sjá má í greininni hér fyrir neðan hljóp áhorfandi inn á völlinn í miðjum leik og ætlaði að ráðast á Alvarado. Sá svaraði fyrir sig og sparkaði í áhorfandann nokkrum sinnum.

Fyrir það fékk hann rauða spjaldið hjá dómara leiksins en þjálfari AZ ákvað að taka lið sitt af velli í kjölfarið og þurfti því að blása leikinn af.

Hollensa knattspyrnusambandið mat atvikið svo að um sjálfsvörn hafi verið að ræða og því verði honum ekki refsað fyrir það.

Staðan í leiknum var 1-0 þegar að leik var hætt og er enn óvíst hvort að leikurinn fari fram aftur. Það kemur til greina en málið er nú til skoðunar hjá hollenska knattspyrnusambandinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×