Enski boltinn

Giggs ætlar að ræða við Ferguson um framtíðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ryan Giggs ætlar að setjast fljótlega niður með Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, til að ræða framtíð hans hjá félaginu.

Giggs er 38 ára gamall en hann sýndi í 5-0 sigri Manchester United gegn Fulham á miðvikudagskvöldið að hann er enn frábær leikmaður. Hann skoraði eitt mark í leiknum en eftir hann sagði Ferguson að frammistaða Giggs hafi verið ótrúleg.

Giggs hefur nú skorað á hverju einasta keppnistímabili ensku úrvalsdeildarinnar síðan hún var stofnuð árið 1992. Er það vitanlega met.

„Það fer fljótlega að líða að þeim tímapukti þar sem ég mun setjast niður með stjóranum og heyra hverjar hans áætlanir eru fyrir framtíðina," sagði Giggs í viðtali á heimasíðu United.

„Mér líður mjög vel eins og er og hef aldrei notið mín betur. Við verðum bara að bíða og sjá til hvað verður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×