Fótbolti

Fjölskylda árásarmannsins er í felum | markvörðurinn baðst afsökunar

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Wesley W er nafn sem flestir þekkja í Hollandi og víðar en hann gerði sig sekan um ótrúlegt dómgreindarleysi þegar hann réðst á markvörð AZ Alkmaar í leik gegn Ajax á dögunum.
Wesley W er nafn sem flestir þekkja í Hollandi og víðar en hann gerði sig sekan um ótrúlegt dómgreindarleysi þegar hann réðst á markvörð AZ Alkmaar í leik gegn Ajax á dögunum. Getty Images / Nordic Photos
Wesley W er nafn sem flestir þekkja í Hollandi og víðar en hann gerði sig sekan um ótrúlegt dómgreindarleysi þegar hann réðst á markvörð AZ Alkmaar í leik gegn Ajax á dögunum. Fjölskylda Wesley hefur tekið þá ákvörðun að fara í felur og mun ekki láta á sér bera á næstu dögum og jafnvel vikum.

Hinn 19 ára gamli Hollendingur, sem er stuðningsmaður Ajax, hljóp inná völlinn og reyndi að sparka í Esteban Alvarado. Markvörður AZ Alkmaar svaraði í sömu mynt og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Það er önnur saga.

Fjölskylda Wesley hefur tekið þá ákvörðun að fara í felur eftir atvikið en margir stuðningsmenn Ajax og enn fleiri hjá AZ Alkmaar eru æfir yfir atvikinu sem hefur sett svartan blett á hollensku knattspyrnuna.

Hollenska dagblaðið Telegraaf greinir frá því að móðir Wesley hafi tekið þessa ákvörðun. „Það eru 35.000 manns sem hata okkur," sagði hún m.a. í viðtali við blaðið.

Dómari leiksins vísaði Alvarado af leikvelli eftir að hann sparkaði í Wesley en sá dómur var síðar dreginn til baka af hollenska knattspyrnusambandinu. Alvarado gaf þá skýringu að hann hafi aðeins verið að verja sig og taldi hann að áhorfandinn hafi verið með hníf. Markvörðurinn baðst afsökunar á hegðun sinni og vonast til þess að þetta atvik verði ekki til þess að ungir leikmenn taki upp á því að gera slíka hluti.

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur tekið upp hanskann fyrir markvörðinn og varið ákvörðun hans. „Ég get vel skilið að menn bregðist svona við ef eitthvað fífl ræðst að manni," sagði Rutte.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×