Enski boltinn

Markalaust á Britannia

Mynd/Nordic Photos/Getty
Stoke og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í kvöldleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Stoke komst næst því að skora þegar Marc Wilson skallaði hornspyrnu Matthew Etherington í slána og niður þar sem Charles N´Zogbia fékk boltann í bringuna. Litlu munaði að boltinn færi allur yfir línuna og eflaust skiptar skoðanir um hvort hann hafi verið allur inni.

Bæði lið fengu þokkaleg færi til að vinna leikinn og sóttu til sigurs en markverðir liðanna höfðu lítið að gera þar sem boltinn rataði sjaldan á markið og því skildu liðin jöfn 0-0.

Aston Villa er í 12. sæti með 20 stig en Stoke er í 8. sæti með 25 stig að loknum 18 leikjum.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×