Enski boltinn

Dalglish: Sama sagan

Dalglish og Kean á hliðarlínunni á Anfield í dag.
Dalglish og Kean á hliðarlínunni á Anfield í dag. MYND:NORDICPHOTOS/GETTYS
"Ég hef gefið þetta viðtal áður. Markið gegn okkur var gott, færin sem við sköpum okkur voru góð en við getum ekki sagt aftur og aftur að við mættum markverði í banastuði," sagði Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool eftir 1-1 jafnteflið gegn Blackburn í dag.

"Við verðum að hafa trú á því sem við erum að gera fyrir framan markið. Ef við gerum það verður þetta auðveldara fyrir okkur. Í flestum heimaleikjum okkar hefðum við tekið stigin þrjú. Við getum aðeins gert það sem við gerum rétt og halda áfram að skapa þessi færi," sagði Dalglish.

Steve Kean stjóri Blackburn var að vonum hæstánægður með gott stig á Anfield Road. "Við vorum skipulagðir í vörninni og sköpuðum okkur nokkur færi úr skyndisóknum. Í seinni hálfleik, stundum þarftu frábæra markvörslu og heppnina með þér. Ég er stoltur af strákunum," sagði Kean.

"Við sýndum að ef við erum skipulagðir getum við komið á velli sem þennan og náð góðum úrslitum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×