Enski boltinn

Jafnt hjá Swansea og QPR

Nordic Photos / Getty Images
Heiðar Helguson og félagar í QPR nældu í eitt stig er þeir sóttu Swansea heim í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-1.

Heiðar var sem fyrr í byrjunarliði QPR og lét til sín taka í vítateig Swansea í leiknum.

Það var Danny Graham sem kom Swansea yfir í fyrri hálfleik en Jamie Mackie jafnaði í síðari hálfleik og þar við sat.

QPR er í sautjánda sæti deildarinnar en Swansea því fimmtánda.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×