Íslenski boltinn

Guðmann í FH og Atli valdi Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmann Þórisson er kominn í FH.
Guðmann Þórisson er kominn í FH. Mynd/Vilhelm
Tveir íslenskir knattspyrnumenn sem hafa leikið í Noregi undanfarin ár gengu í dag báðir til liðs við félög í Pepsi-deild karla.

Varnarmaðurinn Guðmann Þórisson ákvað að semja við FH en sóknarmaðurinn Atli Heimisson er genginn til liðs við Valsmenn. Þetta kom fram á Fótbolti.net í dag.

Guðmann er reyndar uppalinn Bliki og hafði verið orðaður við félagið. „Þetta er með erfiðari ákvörðunum sem ég hef tekið,“ sagði hann við Fótbolta.net. „[...] En stundum þarf að staka erfiðar ákvarðanir í lífinu og mér fannst hagsmunum mínum best borgið í FH.“

Guðmann hefur spilað með Nybergsund undanfarin ár en liðið féll úr norsku B-deildinni í haust. Atli hefur verið á mála hjá Asker í sömu deild en þar áður lék hann í tvö ár með ÍBV. Hann hóf ferilinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Atli skrifaði undir tveggja ára samning við Val en Guðmann mun ganga frá sínum samningamálum á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×