Enski boltinn

Wenger: Mistök að reka Steve Bruce

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki hrifinn af ákvörðun forráðamanna Sunderland að reka Steve Bruce úr starfi á miðvikudaginn en allt bendir nú til þess að Martin O'Neill verði ráðinn í staðinn.

„Ég held að þetta hafi verið mistök því ef það er einhver hjá Sunderland sem þarf ekki setja spurningamerki við þá er það Steve Bruce," sagði Arsene Wenger.

„Hann hefur góða stjórn á öllu og ástríðuna til að vinna. Því miður lenti hann í erfiðu tímabili með liðið og þurfti að gjalda fyrir það. Hann átti það ekki skilið að mínu mati" sagði Wenger.

Sunderland er aðeins búið að vinna tvo deildarleiki af þrettán á tímabilinu og þeir sigrar komu á móti Stoke City og Bolton Wanderers. Sunderland tapaði 1-2 fyrir Arsenal um miðjan október sem var fyrsti sigurinn í fimm leikja sigurgöngu Arsenal-liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×