Íslenski boltinn

Guðjón og Þorvaldur með mestu menntunina af þjálfurum Pepsi-deildar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Mynd/Daníel
Knattspyrnusamband Íslands birti í dag lag lista yfir menntun þjálfara í Pepsi-deildum karla og kvenna á næsta ári en á ksi.is segir að menntun þjálfara hafi líklega aldrei verið betri.

Í dag uppfylla 20 þjálfari af 22 þá kröfu sem Knattspyrnusamband Íslands gerir um menntun þjálfara í viðkomandi deildum. Krafa KSÍ er sú að þjálfarar í Pepsi-deildum karla og kvenna skulu hafa UEFA Pro þjálfaragráðu eða KSÍ A þjálfaragráðu.

Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur og Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eru með bestu menntun allra þjálfara í Pepsi-deild karla en þeir eru báðir með UEFA Pro gráðu. Willum Þór Þórsson, þjálfari 1. deildarliðs Leiknis, er einnig með slíka gráðu.

Allir 12 þjálfarar liðanna í 1. deild karla eru annað hvort með UEFA Pro þjálfaragráðu eða KSÍ A þjálfaragráðu, auk þess sem allir eru með sína þjálfaragráðu í gildi. Það er svo að allir þjálfarar með KSÍ B þjálfaragráðu, KSÍ A þjálfaragráðu og UEFA Pro þjálfaragráðu þurfa að sýna fram á 15 tíma í endurmenntun á þriggja ára fresti til að viðhalda réttindum sínum.



Þjálfarar í Pepsi-deild karla 2012 og menntun þeirra:

Ólafur Kristjánsson, Breiðablik - KSÍ A gráða

Heimir Guðjónsson, FH - KSÍ A gráða

Þorvaldur Örlygsson, Fram - UEFA Pro gráða

Ásmundur Arnarsson, Fylkir - KSÍ A gráða

Guðjón Þórðarson, Grindavík - UEFA Pro gráða

Þórður Þórðarson, ÍA - KSÍ A gráða

Magnús Gylfason, ÍBV - KSÍ A gráða

Zoran Daníel Ljubicic, Keflavík - KSÍ A gráða

Rúnar Kristinsson, KR - KSÍ A gráða

Logi Ólafsson, Selfoss - KSÍ A gráða

Bjarni Jóhannsson, Stjarnan - KSÍ A gráða

Kristján Guðmundsson, Valur - KSÍ A gráða




Fleiri fréttir

Sjá meira


×