Enski boltinn

Nauðasköllóttur Rooney í jólaauglýsingu

Margar af helstu stjörnum knattspyrnuheimsins í dag taka þátt í skemmtilegri jólaauglýsingu fyrir FIFA 12 tölvuleikinn en auglýsingin missir að mörgu leyti marks þar sem útlit aðalstjörnunnar hefur talsvert breyst á síðustu mánuðum.

Í auglýsingunni koma fram Wayne Rooney, Gerard Pique, Jack Wilshere, Tim Cahill og Kaká en þeir gefa í skyn að ekki sé neitt betra í jólagjöf en FIFA-leikurinn.

Framleiðendur auglýsingarinnar skjóta sig í fótinn því Wayne Rooney er nauðasköllóttur í auglýsingunni og því augljóst að auglýsingin var tekin upp fyrir mörgum mánuðum síðan.

Eins og öllum er kunnugt fór Rooney í hárígræðslu í sumar og skartar nú þykku og fallegu hári. Jæja, kannski ekki þykku en hann skartar í það minnsta mun meira hári en hann gerði á síðustu leiktíð.

Auglýsinguna má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×