Enski boltinn

Heiðar skoraði þegar QPR gerði jafntefli gegn WBA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heiðar fagnar hér marki sínu í dag.
Heiðar fagnar hér marki sínu í dag. Mynd. / Getty Images
Heiðar Helguson var á skotskónum þegar QPR gerði 1-1 jafntefli við WBA á Loftus Road, heimavelli QPR.

Heiðar skoraði fyrsta mark leiksins eftir tuttugu mínútur en hann fékk fína sendingu frá Joey Barton og skallaði boltann eins og honum einum er lagið í netið.

Shane Long, leikmaður WBA, jafnði metin tíu mínútum fyrir leikslok, en QPR var með sigurinn í höndunum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og gríðarlega mikilvægt stig fyrir WBA.

QPR er í 11. sæti deildarinnar með 16 stig eftir leikinn í dag, en WBA er aðeins einu sæti neðar með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×