Enski boltinn

Hernandez meiddist illa á ökkla - frá í þrjár til fjórar vikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez.
Javier Hernandez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Javier Hernandez, framherji Manchester United, fór útaf strax á tólftu mínútu í 1-0 sigri Manchester United á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hernandez meiddist á ökkla en enginn varnarmaður Villa-liðsins var nálægt þegar hann missteig sig svona illa.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United greindi síðan frá því eftir leikinn að Javier Hernandez hafi meiðst það illa á ökkla að hann verði frá næstu þrjár til fjórar vikurnar.

Javier Hernandez missti af byrjun tímabilsins eftir að hafa fengið höfðuhögg í leik á undirbúningstímabilinu en hann hefur skorað 6 mörk í 17 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Hernandez var með 20 mörk í 45 leikjum á sínu fyrsta tímabili í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×