Enski boltinn

Frábært skallamark Heiðars og öll önnur mörk helgarinnar á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Helguson skoraði sitt sjötta mark í síðustu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni er QPR gerði 1-1 jafntefli við West Brom um helgina. Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.

Myndböndin birtast á mánudagsmorgni og eru í birtingu í eina viku. Þar má sjá öll mörk leikjanna sem og helstu tilþrifin.

Að lokinni hverri umferð birtast svo myndbönd þar sem umferðin er gerð upp í máli og myndum. Leikmaður og lið umferðarinnar er valið, sem og bestu mörkin, bestu markvörslurnar og eftirminnilegasta augnablikið.

En fyrir þá sem vilja einfaldlega sjá allt það helsta sem gerðist í umferðinni í stuttu og skemmtilegu myndbandi er það einnig í boði. Þá er einnig kíkt í sögubækurnar og rifjað upp eftirminnilegt atvik.

Allt aukaefnið birtist í fyrramálið en umferðinni lýkur í kvöld með leik Fulham og Liverpool klukkan 20.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×