Innlent

Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins. / Arnþór Birkisson
Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta.

Tillagan var samþykkt í hádeginu þegar hún var fyrst lögð fram með 258 atkvæðum gegn 253. Þá var farið fram á skriflega atkvæðagreiðslu þar sem mjótt var á munum.

Tillaga Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja, um að landsfundur álykti að hætta skuli aðildarviðræðum við evrópusambandið og ekki sótt um að nýju án þess að vilji þjóðarinn til þess liggi fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu, var einnig felld. Nei sögðu 617 og 430 sögðu já.

Breytingartillögu fyrrverandi ráðherranna Björns Bjarnasonar og Friðriks Sophussonar, um að gert yrði hlé á aðildarviðræðum og ekki gengið til þeirra að nýju, fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, var samþykkt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×