Enski boltinn

Adam: Tileinkum Brad Jones sigurinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adam í baráttunni við Florent Malouda í dag.
Adam í baráttunni við Florent Malouda í dag. Nordic Photos / Getty Images
Charlie Adam, leikmaður Liverpool, segir að sigur liðsins á Chelsea í dag sé tileinkaður markverðinum Brad Jones sem missti ungan son sinn í gær.

Hinn fimm ára Luca Jones tapaði í gær baráttu sinni gegn hvítblæði eins og lesa má nánar um hér neðst í fréttinni.

„við erum ánægðir með úrslitin en viljum tileinka Brad Jones sigurinn en hann átti mjög erfiða viku,“ sagði Adam.

„Við unnum þennan leik vegna þess að við lögðum mikið á okkur. Mér fannst við frábærir og það var gott að ná þessum úrslitum í dag eftir svekkjandi jafntefli gegn Swansea í síðustu umferð.“


Tengdar fréttir

Sorg í Liverpool - Fimm ára sonur Brad Jones látinn

Mikil sorg ríkir nú í herbúðum enska knattspyrnufélagsins Liverpool vegna andláts hins fimm ára gamla Luca Jones, sonar markvarðarins Brad Jones, sem hafði glímt við hvítblæði í tæpt eitt og hálft ár.

Johnson: Fæstir nefndu nafnið mitt

Ekki voru það Fernando Torres eða Raul Meiereles sem gerðu sínu gamla félagi grikk í dag, eins og mikið var fjallað um fyrir leik Chelsea og Liverpool í dag, heldur bakvörðinn Glen Johnson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×