Enski boltinn

Johnson: Fæstir nefndu nafnið mitt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Glen Johnson fagnar sigurmarki sínu í dag.
Glen Johnson fagnar sigurmarki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images
Ekki voru það Fernando Torres eða Raul Meiereles sem gerðu sínu gamla félagi grikk í dag, eins og mikið var fjallað um fyrir leik Chelsea og Liverpool í dag, heldur bakvörðinn Glen Johnson.

Johnson tryggði Liverpool 2-1 sigur á Chelsea með marki skömmu fyrir leikslok. Maxi Rodriguez hafði komið Liverpool yfir en Daniel Sturridge jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks.

Sjálfsagt voru einhverjir búnir að gleyma því að Johnson var eitt sinn leikmaður Chelsea og var hann spurður út í þetta eftir leikinn í dag.

„Ég var sjálfsagt síðasta nafnið í þessari umræðu en ég er þakklátur fyrir að hafa skorað þetta mark,“ sagði Johnson við fjölmiðla eftir leikinn í kvöld.

„Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir [vegna meiðsla] en mér finnst að ég sé að nálgast mitt besta form. Mér líður vel.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×