Enski boltinn

Sorg í Liverpool - Fimm ára sonur Brad Jones látinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brad Jones, markvörður hjá Liverpool.
Brad Jones, markvörður hjá Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Mikil sorg ríkir nú í herbúðum enska knattspyrnufélagsins Liverpool vegna andláts hins fimm ára gamla Luca Jones, sonar markvarðarins Brad Jones, sem hafði glímt við hvítblæði í tæpt eitt og hálft ár.

Luca greindist með hvítblæði aðeins nokkrum dögum áður en heimsmeistarakeppnin í Suður-Afríku hófst sumarið 2010. Jones eldri var þá staddur með landsliði Ástralíu í Suður-Afríku en dró sig úr leikmannahópi liðsins vegna veikinda sonarins.

Í dag var svo tilkynnt á heimasíðu Liverpool að Luca litli væri fallinn frá. Hann lést í Frakklandi þar sem hann bjó með móður sinni.

Hér, á heimasíðu Liverpool, má sjá hjartnæmt viðtal við Brad og sambýliskonu hans, Dani, um veikindi Luca. Það var tekið fyrir um mánuði síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×