Bayern, Benfica og Inter komin áfram í 16 liða úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2011 19:00 Mynd/AP Bayern München, Benfica og Inter Milan tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Ajax er komið með níu tær í útsláttarkeppnina. Ensku liðunum Manchester United og Manchester City tókst ekki að tryggja sér áfram upp úr sínum riðlunum. Bayern München tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum og sigur í A-riðlinum með 3-1 sigri á Villarreal. Arjen Robben og Mario Gomez komu þýska liðinu í 2-0 á fyrstu 24 mínútunum og Franck Ribery innsiglaði síðan sigurinn eftir að spænska liðið hafði minnkað muninn. Napoli er komið í góða stöðu eftir 2-1 sigur á Manchester City en liðið er nú með stigi meira en enska liðið og nægir sigur á botnliði Villarreal í lokaumferðinni til þess að komast áfram. Benifca náði 2-2 jafntefli á móti Manchester United á Old Trafford og tryggði sér með því sæti í sextán liða úrslitunum. Benfica er með jafnmörg stig og United og einu stigi meira en Basel. Benfica getur ekki endaði neðan er í 2. sæti þar sem að liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti báðum liðum. Basel og Manchester United mætast í Sviss í hreinum úrslitaleik um hitt sætið en United nægir þar jafntefli. Inter Milan var komið áfram fyrir 1-1 jafntefli sitt á móti Trabzonspor í Tyrklandi þar sem að Lille vann 2-0 sigur á CSKA í Moskvu. Real Madrid var komið áfram en hélt áfram frábæru gengi sínu í Meistaradeildinni með því að vinna 6-2 stórsigur á Dinamo Zagreb. Real-iðið setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins. Ajax náði markalausu jafntefli á móti Lyon í Frakklandi og er komið með níu tær í sextán liða úrslitin. Ajax er með þremur stigum meira en Lyon en liðin eru jöfn innbyrðis eftir tvö markalaus jafntefli. Lykilstaða Ajax er fólgin í því að hollenska liðið hefur sjö marka forskot á Lyon í markatölu úr öllum leikjum liðanna í riðlinum. Það þarf því mikið að gerast í lokaumferðinni til þess að Frakkarnir taki sætið af Kolbeini Sigþórssyni og félögum.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillNapoli - Manchester City 2-1 1-0 Edison Cavani (17.), 1-1 Mario Balotelli (33.), 2-1 Edinson Cavani (49.)Bayern München - Villarreal 3-1 1-0 Arjen Robben (3.), 2-0 Mario Gomez (24.), 2-1 Jonathan De Guzman (50.), 3-1 Franck Ribery (69.)B-riðillCSKA Moskva - Lille 0-2 0-1 Sjálfsmark (49.), 0-2 Moussa Sow (64.)Trabzonspor - Inter 1-1 0-1 Ricardo Alvarez (18.), 1-1 Halil Altintop (23.)C-riðillManchester United - Benfica 2-2 0-1 Sjálfsmark (3.), 1-1 Dimitar Berbatov (30.), 2-1 Darren Fletcher (59.), 2-2 Pablo Aimar (60.)Otelul Galati - Basel 2-3 0-1 Fabian Frei (10.), 0-2 Alexander Frei (14.), 0-3 Marco Streller (37.), 1-3 Gabriel Nicu Giurgiu (75.), 2-3 Liviu Antal (81.)D-riðillLyon - Ajax 0-0Real Madrid - Dinamo Zagreb 6-2 1-0 Karim Benzema (2.), 2-0 José Callejón (6.), 3-0 Gonzalo Higuaín (9.), 4-0 Mesut Özil (20.), 5-0 José Callejón (49.), 6-0 Karim Benzema (66.), 6-1 Beqiraj (81.), 6-2 Ivan Tomecak (90.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Bayern München, Benfica og Inter Milan tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Ajax er komið með níu tær í útsláttarkeppnina. Ensku liðunum Manchester United og Manchester City tókst ekki að tryggja sér áfram upp úr sínum riðlunum. Bayern München tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum og sigur í A-riðlinum með 3-1 sigri á Villarreal. Arjen Robben og Mario Gomez komu þýska liðinu í 2-0 á fyrstu 24 mínútunum og Franck Ribery innsiglaði síðan sigurinn eftir að spænska liðið hafði minnkað muninn. Napoli er komið í góða stöðu eftir 2-1 sigur á Manchester City en liðið er nú með stigi meira en enska liðið og nægir sigur á botnliði Villarreal í lokaumferðinni til þess að komast áfram. Benifca náði 2-2 jafntefli á móti Manchester United á Old Trafford og tryggði sér með því sæti í sextán liða úrslitunum. Benfica er með jafnmörg stig og United og einu stigi meira en Basel. Benfica getur ekki endaði neðan er í 2. sæti þar sem að liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti báðum liðum. Basel og Manchester United mætast í Sviss í hreinum úrslitaleik um hitt sætið en United nægir þar jafntefli. Inter Milan var komið áfram fyrir 1-1 jafntefli sitt á móti Trabzonspor í Tyrklandi þar sem að Lille vann 2-0 sigur á CSKA í Moskvu. Real Madrid var komið áfram en hélt áfram frábæru gengi sínu í Meistaradeildinni með því að vinna 6-2 stórsigur á Dinamo Zagreb. Real-iðið setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins. Ajax náði markalausu jafntefli á móti Lyon í Frakklandi og er komið með níu tær í sextán liða úrslitin. Ajax er með þremur stigum meira en Lyon en liðin eru jöfn innbyrðis eftir tvö markalaus jafntefli. Lykilstaða Ajax er fólgin í því að hollenska liðið hefur sjö marka forskot á Lyon í markatölu úr öllum leikjum liðanna í riðlinum. Það þarf því mikið að gerast í lokaumferðinni til þess að Frakkarnir taki sætið af Kolbeini Sigþórssyni og félögum.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillNapoli - Manchester City 2-1 1-0 Edison Cavani (17.), 1-1 Mario Balotelli (33.), 2-1 Edinson Cavani (49.)Bayern München - Villarreal 3-1 1-0 Arjen Robben (3.), 2-0 Mario Gomez (24.), 2-1 Jonathan De Guzman (50.), 3-1 Franck Ribery (69.)B-riðillCSKA Moskva - Lille 0-2 0-1 Sjálfsmark (49.), 0-2 Moussa Sow (64.)Trabzonspor - Inter 1-1 0-1 Ricardo Alvarez (18.), 1-1 Halil Altintop (23.)C-riðillManchester United - Benfica 2-2 0-1 Sjálfsmark (3.), 1-1 Dimitar Berbatov (30.), 2-1 Darren Fletcher (59.), 2-2 Pablo Aimar (60.)Otelul Galati - Basel 2-3 0-1 Fabian Frei (10.), 0-2 Alexander Frei (14.), 0-3 Marco Streller (37.), 1-3 Gabriel Nicu Giurgiu (75.), 2-3 Liviu Antal (81.)D-riðillLyon - Ajax 0-0Real Madrid - Dinamo Zagreb 6-2 1-0 Karim Benzema (2.), 2-0 José Callejón (6.), 3-0 Gonzalo Higuaín (9.), 4-0 Mesut Özil (20.), 5-0 José Callejón (49.), 6-0 Karim Benzema (66.), 6-1 Beqiraj (81.), 6-2 Ivan Tomecak (90.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira