Van Persie skaut Arsenal áfram í 16 liða úrslitin - Chelsea tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2011 19:15 Robin van Persie. Mynd/Nordic Photos/Getty Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á þýska liðinu Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld en Arsenal var eitt af þremur liðum sem komust áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Hin liðin sem komust áfram í kvöld voru Bayer Leverkusen og Apoel Nicosia. Barcelona og AC Milan voru þegar búin að tryggja sig áfram upp úr sínum riðli en sigur Barcelona í Mílanó þýðir að Evrópumeistararnir eru búnir að vinna riðilinn. Robin van Persie er óstöðvandi þessa daganna og hann skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á Borussia Dortmund. Sigur Arsenal og 1-0 útisigur Olympiakos á Marseille þýðir að Arsenal-menn eru búnir að vinna riðilinn. Manuel Friedrich skoraði sigurmark Bayer Leverkusen á móti Chelsea í uppbótartíma en 2-1 sigur Bayer og 7-0 stórsigur Valenica á Genk þýðir að Chelsea fær spænska liðið í heimsókn í hreinan úrslitaleik á Stamford Bridge í lokaumferðinni. Didier Drogba kom Chelsea yfir í byrjun seinni hálfleiks en Eren Derdiyok jafnaði á 73. mínútu áður en Friedrich skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu. Barcelona tryggði sér sigur í sínum riðli með 3-2 sigri á AC Milan í Mílanó en bæði liðin voru komin áfram fyrir þennan leik. Börsungar komust þrisvar yfir í leiknum en AC Milan tókst tvisvar að jafna. Lionel Messi skoraði annað mark Barca út umdeildu víti sem hann þurfti að taka aftur en argentínski snillingurinn átti stóran þátt í fyrsta markinu og lagði síðan upp sigurmarkið fyrir Xavi. Apoel Nicosia frá Kýpur komst áfram eftir markalaust jafntefli á móti Zenit í Rússlandi en þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Kýpur kemst svona langt. Porto á enn möguleika eftir 2-9 útisigur á Shakhtar Donetsk. Porto fær Zenit St. Petersburg í heimsókn í lokaumferðinni í hreinum úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillBayer Leverkusen - Chelsea 2-1 0-1 Didier Drogba (48.), 1-1 Eren Derdiyok (73.), 2-1 Manuel Friedrich (90.+1)Valencia - Genk 7-0 1-0 Jonas (10.), 2-0 Roberto Soldado (13.), 3-0 Roberto Soldado (36.), 4-0 Roberto Soldado (40.), 5-0 Pablo Hernández (68.), 6-0 Aritz Aduriz (70.), 7-0 Tino Costa (81.)F-riðillArsenal - Dortmund 2-1 1-0 Robin van Persie (49.), 2-0 Robin van Persie (86.), 2-1 Shinji Kagawa (90.)Marseille - Olympiakos 0-1 0-1 Ioannis Fetfatzidis (82.)G-riðill Zenit - APOEL 0-0Shakhtar Donetsk - FC Porto 0-2 0-1 Hulk (79.), 0-2 sjálfsmark (90.)H-riðillAC Milan - Barcelona 2-3 0-1 Sjálfsmark (14.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (20.), 1-2 Lionel Messi, víti (32.), 2-2 Kevin-Prince Boateng (54.), 2-3 Xavi (63.)BATE - Plzen 0-1 0-1 Marek Bakos (42.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á þýska liðinu Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld en Arsenal var eitt af þremur liðum sem komust áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Hin liðin sem komust áfram í kvöld voru Bayer Leverkusen og Apoel Nicosia. Barcelona og AC Milan voru þegar búin að tryggja sig áfram upp úr sínum riðli en sigur Barcelona í Mílanó þýðir að Evrópumeistararnir eru búnir að vinna riðilinn. Robin van Persie er óstöðvandi þessa daganna og hann skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á Borussia Dortmund. Sigur Arsenal og 1-0 útisigur Olympiakos á Marseille þýðir að Arsenal-menn eru búnir að vinna riðilinn. Manuel Friedrich skoraði sigurmark Bayer Leverkusen á móti Chelsea í uppbótartíma en 2-1 sigur Bayer og 7-0 stórsigur Valenica á Genk þýðir að Chelsea fær spænska liðið í heimsókn í hreinan úrslitaleik á Stamford Bridge í lokaumferðinni. Didier Drogba kom Chelsea yfir í byrjun seinni hálfleiks en Eren Derdiyok jafnaði á 73. mínútu áður en Friedrich skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu. Barcelona tryggði sér sigur í sínum riðli með 3-2 sigri á AC Milan í Mílanó en bæði liðin voru komin áfram fyrir þennan leik. Börsungar komust þrisvar yfir í leiknum en AC Milan tókst tvisvar að jafna. Lionel Messi skoraði annað mark Barca út umdeildu víti sem hann þurfti að taka aftur en argentínski snillingurinn átti stóran þátt í fyrsta markinu og lagði síðan upp sigurmarkið fyrir Xavi. Apoel Nicosia frá Kýpur komst áfram eftir markalaust jafntefli á móti Zenit í Rússlandi en þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Kýpur kemst svona langt. Porto á enn möguleika eftir 2-9 útisigur á Shakhtar Donetsk. Porto fær Zenit St. Petersburg í heimsókn í lokaumferðinni í hreinum úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillBayer Leverkusen - Chelsea 2-1 0-1 Didier Drogba (48.), 1-1 Eren Derdiyok (73.), 2-1 Manuel Friedrich (90.+1)Valencia - Genk 7-0 1-0 Jonas (10.), 2-0 Roberto Soldado (13.), 3-0 Roberto Soldado (36.), 4-0 Roberto Soldado (40.), 5-0 Pablo Hernández (68.), 6-0 Aritz Aduriz (70.), 7-0 Tino Costa (81.)F-riðillArsenal - Dortmund 2-1 1-0 Robin van Persie (49.), 2-0 Robin van Persie (86.), 2-1 Shinji Kagawa (90.)Marseille - Olympiakos 0-1 0-1 Ioannis Fetfatzidis (82.)G-riðill Zenit - APOEL 0-0Shakhtar Donetsk - FC Porto 0-2 0-1 Hulk (79.), 0-2 sjálfsmark (90.)H-riðillAC Milan - Barcelona 2-3 0-1 Sjálfsmark (14.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (20.), 1-2 Lionel Messi, víti (32.), 2-2 Kevin-Prince Boateng (54.), 2-3 Xavi (63.)BATE - Plzen 0-1 0-1 Marek Bakos (42.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira