Fótbolti

Beckham byrjaður að ræða við PSG

Brasilíumaðurinn Leonardo, íþróttastjóri PSG, hefur staðfest að félagið sé búið að hefja viðræður við David Beckham. Félagið hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á Beckham síðustu vikur.

"Við erum búnir að ræða saman. Svona mál taka tíma og það verður að koma í ljós síðar hvort við náum saman," sagði Leonardo sem var þjálfari Beckham hjá AC Milan.

"Ég veit allt sem þarf að vita um Beckham. Þegar maður ræðir við Beckham er það stórmál. Ef hann vill koma þá yrðum við mjög ánægðir. Ég tel hann enn hafa mikið fram að færa sem knattspyrnumaður. Það myndi styrkja okkur mikið að fá hann í okkar raðir."

Beckham hefur útilokað að fara aftur til Englands. Ítalía er einnig í myndinni hjá leikmanninum sem hefur heldur ekki útilokað að semja upp á nýtt við LA Galaxy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×