Fótbolti

David Beckham með fín tilþrif í blindrafótbolta

Fótboltamaðurinn David Beckham gegnir því hlutverki að vera sendiherra ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í London á næsta ári. Í myndbandinu sem tengt er við fréttina reynir Beckham fyrir sér í fótbolta með blindum leikmönnum. Fróðlegt er að sjá tilþrifin hjá hinum heimsþekkta leikmanni við slíkar aðstæður.

Beckham leikur stórt hlutverk í herferð á Bretlandseyjum þar sem ungt fólk er hvatt til þess að hreyfa sig og lifa heilbrigðu lífi. Myndbandið er hluti af þeirri vinnu. Dave Clarke, fyrrum fyrirliði og leikmaður ólympíuliðs fatlaðra á Bretlandseyjum „þjálfar" Beckham í þessu innslagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×