Enski boltinn

Owen frá fram að jólum

Meiðslapésinn Michael Owen mun ekki spila aftur með Man. Utd fyrr en um jólin í fyrsta lagi. Framherjinn er meiddur á læri og staðfesti félagið í gær að hann verði frá í það minnsta sex vikur.

Owen hlaut meiðslin í Meistaradeildarleiknum gegn Otelul Galati. Þá haltraði hann af velli eftir aðeins nokkurra mínútna leik.

Hinn 31 árs gamli framherji er öllu vanur þegar kemur að meiðslum og kippir sér eflaust ekki mikið upp við sex vikur utan vallar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×