Enski boltinn

Berbatov spenntur fyrir Anzhi í Rússlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dimitar Berbatov í leik með Manchester United.
Dimitar Berbatov í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður Búlgarans Dimitar Berbatov segir að kappinn myndi hafa áhuga á því að ganga til liðs við rússneska félagið Anzhi ef tilboð bærist.

Anzhi er eitt ríkasta knattspyrnufélag heims en félagið keypti Samuel Eto'o fyrr á þessu ári og er hann nú tekjuhæsti knattspyrnumaður heims.

Berbatov hefur lítið fengið að spila með Manchester United og er hann nú sterklega orðaður við Anzhi. „Við myndum taka það alvarlega til greina ef tilboð bærist frá Anzhi,“ sagði umboðsmaðurinn við enska fjölmiðla.

„Við munum fara vandlega yfir þetta með Dimitar. Ég veit ekki hvort hann er ánægður í Manchester. Hann spilar einn daginn en er svo kominn á bekkinn í næsta leik.“

Berbatov hefur þurft að sætta sig að vera nokkuð aftarlega í goggunarröðinni hjá United, á eftir þeim Wayne Rooney, Javier Hernandez og Danny Welbeck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×