Enski boltinn

Blatter í Twitter-stríði við Rio Ferdinand

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Blatter með Sexwale. Það var þessi mynd sem fór í taugarnar á Ferdinand.
Blatter með Sexwale. Það var þessi mynd sem fór í taugarnar á Ferdinand. Nordic Photos / Getty Images
Sepp Blatter virðist algerlega vera búinn að tapa glórunni. Blatter, sem er forseti FIFA, hefur staðið í ströngu í morgun vegna ummæla sinna í viðtali við CNN og ákvað í dag að svara ummælum Rio Ferdinand á Twitter.

Eins og Vísir fjallaði í morgun og lesa má nánar um hér fyrir neðan staðhæfði Blatter í viðtalinu að kynþáttaníð væri ekki vandamál í knattspyrnunni. Ummælin sagði hann síðar misskilin en þau höfðu vakið mikla reiði í knattspyrnuheiminum.

Einn þeirra sem tjáði sig um málið er Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, og bróðir Anton Ferdinand hjá QPR. Sá hefur sakað John Terry hjá Chelsea um að hafa haft niðrandi orðalag um sig.

Blatter sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna málsins og við hana er birt mynd af honum og svörtum manni, eins og Rio orðaði það sjálfir í Twitter-færslunni:

„Fifa clear up the blatter comments with a pic of him posing with a black man..I need the hand covering eyes symbol!!“

Ferdinand segir í þessari færslu og öðrum að tilburðir Blatter og FIFA í þessu máli séu hlægilegir. En Blatter svaraði með því að skrifa: „Þessi „svarti maður“ á sér nafn: Tokyo Sexwale. Hann hefur gert mikið gegn kynþáttafordómum og aðskilnaðarstefnu í Afríku.“

Twitter-síða Rio Ferdinand

Twitter-síða Sepp Blatter




Fleiri fréttir

Sjá meira


×