Enski boltinn

Barry fékk 2000. mark Englands skráð á sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stewart Downing óskar Gareth Barry til hamingju með markið.
Stewart Downing óskar Gareth Barry til hamingju með markið. Nordic Photos / Getty Images
Gareth Barry fékk þrátt fyrir allt markið sem tryggði Englandi 1-0 sigur á Svíum í vináttulandsleik á þriðjudagskvöldið skráð á sig.

Markið er hið 2000. í röðinni sem skorað er af enska landsliðinu en markið var í fyrstu skráð sem sjálfsmark Svíans Daniel Majstorovic.

Boltinn hafnaði í netinu eftir að Barry skallaði knöttinn að marki eftir fyrirgjöf Stewart Downing. Boltinn hafði hins vegar viðkomu í Majstorovic.

Dómari leiksins, Peter Kralovec, á hins vegar síðasta orðið í málinu og skráði hann markið á Barry í skýrslu sinni. Talsmaður enska knattspyrnusambandsins hefur staðfest við enska fjölmiðla að markið hafi verið skráð á Barry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×