Enski boltinn

Ameobi líkar við vistina hjá Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sammy Ameobi.
Sammy Ameobi. Nordic Photos / Getty Images
Sammy Ameobi hefur skrifaði undir nýjan langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Þessi nítján ára framherji þykir mikið efni.

Sammy hefur slegið í gegn hjá Newcastle og hefur nú verið verðlaunaður með nýjum samningi. Hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við félagið.

„Það er frábært að fá þennan nýja samning. Það verið draumur minn frá því að ég var lítill drengur að spila með Newcastle. Ég elska félagið og vil vera hér í mörg ár til viðbótar.“

Eldri bróðir hans, Shola, er þrítugur og hefur verið hjá Newcastle allan sinn feril. Þriðji bróðirinn, Tomi, lék með BÍ/Bolungarvík hér á landi í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×