Höness búinn að missa þolinmæðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 14:00 Nordic Photos / Getty Images Uli Höness, forseti Bayern München, er búinn að fá sig fullsaddann af þeim hópi stuðningsmanna liðsins sem gagnrýna markvörðinn Manuel Neuer við hvert tækifæri. Ákveðinn harðkjarnahópur stuðningsmanna liðsins var afar óánægður með að fá Neuer til liðs við félagið. Skiptir engu þótt hann sé einn besti markvörður heims og hefur staðið sig gríðarlega vel með Bayern síðan félagaskiptin gengu í gegn í sumar. Neuer er uppalinn leikmaður Schalke og var sjálfur oft að blanda geði við eldheita stuðiningsmenn liðsins, á meðan hann lék með félaginu. „Ég hef hugsað um þetta í nokkurn tíma," sagði Höness en hann fékk nóg eftir að púuað var á Neuer á ársfundi Bayern München í vikunni. Bayern tilkynnti þá að félagið hafi hagnast um 1,3 milljónir evra á síðasta rekstrarári. „Á ég bara að halda kjafti? Nei, ég get það ekki. Þeim sem finnst að það hafi verið rangt af að fá besta markvörð heims til Bayern München ættu bara að halda sér heima. Hann er ekki bara með góðar hendur heldur líka öflugan heila. Það hafa verið margir leikmenn hér í gegnum tíðina sem eru ekki jafn hæfileikaríkir og hann." Ársfundurinn var að öðru leyti jákvæður en þá var einnig tilkynnt að Christian Nerlinger verði áfram yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, til ársins 2014. Fjármálastjórinn Karl Hopfner var einnig ánægður. „Okkur tókst ekki að vinna neina titla á síðasta tímabili og svo er ríkjandi fjármálakrísa í heiminum. En okkur tókst samt sem áður að skila hagnaði, enn einu sinni." Neuer og félagar verða í eldlínunni í dag þegar að Bayern mætir Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður lýst beint á Vísi. Þýski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
Uli Höness, forseti Bayern München, er búinn að fá sig fullsaddann af þeim hópi stuðningsmanna liðsins sem gagnrýna markvörðinn Manuel Neuer við hvert tækifæri. Ákveðinn harðkjarnahópur stuðningsmanna liðsins var afar óánægður með að fá Neuer til liðs við félagið. Skiptir engu þótt hann sé einn besti markvörður heims og hefur staðið sig gríðarlega vel með Bayern síðan félagaskiptin gengu í gegn í sumar. Neuer er uppalinn leikmaður Schalke og var sjálfur oft að blanda geði við eldheita stuðiningsmenn liðsins, á meðan hann lék með félaginu. „Ég hef hugsað um þetta í nokkurn tíma," sagði Höness en hann fékk nóg eftir að púuað var á Neuer á ársfundi Bayern München í vikunni. Bayern tilkynnti þá að félagið hafi hagnast um 1,3 milljónir evra á síðasta rekstrarári. „Á ég bara að halda kjafti? Nei, ég get það ekki. Þeim sem finnst að það hafi verið rangt af að fá besta markvörð heims til Bayern München ættu bara að halda sér heima. Hann er ekki bara með góðar hendur heldur líka öflugan heila. Það hafa verið margir leikmenn hér í gegnum tíðina sem eru ekki jafn hæfileikaríkir og hann." Ársfundurinn var að öðru leyti jákvæður en þá var einnig tilkynnt að Christian Nerlinger verði áfram yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, til ársins 2014. Fjármálastjórinn Karl Hopfner var einnig ánægður. „Okkur tókst ekki að vinna neina titla á síðasta tímabili og svo er ríkjandi fjármálakrísa í heiminum. En okkur tókst samt sem áður að skila hagnaði, enn einu sinni." Neuer og félagar verða í eldlínunni í dag þegar að Bayern mætir Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður lýst beint á Vísi.
Þýski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira