Íslenski boltinn

Gunnar Einarsson aftur til Leiknis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar í leik með Víkingum í sumar.
Gunnar í leik með Víkingum í sumar. Mynd/Daníel
Varnarmaðurinn Gunnar Einarsson verður aftur spilandi aðstoðarþjálfari Leiknis í 1. deildinni, eftir stutt stop hjá Víkingi í sumar.

Gunnar var hjá Leikni en hætti þegar að Sigursteini Gíslasyni var sagt upp störfum í sumar. Hann fór til Víkings og spilaði með liðinu í alls tíu leikjum. Þetta kemur fram á Fótbolti.net í dag.

Willum Þór Þórsson tók í haust við þjálfun Leiknis og þekkir hann vel til Gunnars sem lék fyrir hann hjá Val á sínum tíma. Gunnar fór fyrst til Leiknis árið 2009 en hann á einnig nokkur ár að baki í atvinnumennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×