Fótbolti

Talið líklegt að Messi hreppi Gullboltann aftur

Wayne Rooney er eini enski leikmaðurinn sem kemur til greina sem besti leikmaður heims. Búið er að birta listann yfir þá sem voru í efstu 23 sætunum í keppninni um Gullboltann.

Lionel Messi hlaut þessi verðlaun í fyrra og er ansi líklegt að hann hljóti þau aftur.

Aðeins fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru á listanum - Rooney, Luis Suarez, Nani og Sergio Aguero.

Einnig er kosið um besta þjálfarann og þar koma til greina stjórar eins og Sir Alex Ferguson, Andre Villas-Boas og Arsene Wenger.

Listinn yfir bestu leikmennina:

Eric Abidal (Frakkland), Sergio Aguero (Argentína), Karim Benzema (Frakkland), Iker Casillas (Spánn), Cristiano Ronaldo (Portúgal), Dani Alves (Brasilía), Samuel Eto'o (Kamerún), Cesc Fabregas (Spánn), Diego Forlan (Úrúgvæ), Andres Iniesta (Spánn), Lionel Messi (Argentína), Thomas Muller (Þýskaland), Nani (Portúgal), Neymar (Brasilía), Mesut Özil (Þýskaland), Gerard Pique (Spánn), Wayne Rooney (England), Bastian Schweinsteiger (Þýskaland), Wesley Sneijder (Holland), Luis Suarez (Úrúgvæ), David Villa (Spánn), Xabi Alonso (Spánn), Xavi (Spánn).

Bestu þjálfararnir:

Vicente Del Bosque (landsliðsþjálfari Spánar), Sir Alex Ferguson (Manchester United), Rudi Garcia (Lille OSC), Pep Guardiola (Barcelona), Jurgen Klopp (Borussia Dortmund), Joachim Löw (landsliðsþjálfari Þýskalands), Jose Mourinho (Real Madrid), Oscar Tabarez (landsliðsþjálfari Úrúgvæ), Andre Villas-Boas (FC Porto, Chelsea), Arsene Wenger (Arsenal).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×