Enski boltinn

Arsenal á eftir Podolski

Lukas Podolski.
Lukas Podolski.
Arsenal er nú sagt vera á höttunum eftir þýska framherjanum Lukas Podolski sem spilar með Köln í heimalandinu. Hermt er að Arsenal ætli sér að bjóða 20 milljónir punda í framherjann.

Þýskir fjölmiðlar segja að njósnarar frá Arsenal séu orðnir reglulegir gestir á leikjum Köln.

Podolski er einnig í þýska landsliðinu og hefur verið iðinn við kolann fyrir landsliðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×