Barcelona og AC Milan komin áfram - öll úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2011 19:15 Lionel Messi fagnar í kvöld. Mynd/AFP Úrslitin réðust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Evrópumeistarar Barcelona og AC Milan tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar. Barcelona vann þá 4-0 útisigur á Viktoria Plzen og 1-1 jafntefli AC Milan í Hvíta-Rússlandi var því nóg fyrir ítalska liðið. Lionel Messi skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð fyrir Barcelona og það fyrsta var hans 200. fyrir félagið. Messi fiskaði víti og Marian Cisovsky útaf með rautt spjald á 24. mínútu. Messi skoraði síðan sjálfur úr vítinu og staða Tékkanna var orðin slæm enda nógu erfitt að spila með fullt lið á móti Börsungum. Messi kom Barcelona síðan í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir laglegt samspil við Adriano. Cesc Fabregas skoraði þriðja markið á 72. mínútu og Messi innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma. Zlatan Ibrahimovic kom AC Milan í 1-0 á 22. mínútu á móti BATE Borisov í Hvíta Rússlandi en Svíinn fékk þá sendingu frá Robinho. Renan jafnaði metin á 55. mínútu og þannig endaði leikurinn. Barcelona er með 10 stig en AC Milan er með átta stig eða sex stigum fleiri en BATE. AC Milan er hinsvegar með betri innbyrðsstöðu en BATE og verður því aldrei neðar en hvít-rússneska liðið. Ensku liðin Arsenal og Chelsea náðu aðeins jafnteflum út úr sínum leikjum en sigur á heimavelli á móti Marseille hafði skilað lærisveinum Arsene Wenger í sextán liða úrslitin. Arsenal er með eins stigs forskot á Marseille í F-riðli en Borussia Dortmund á enn möguleika eftir 1-0 heimasigur á Olympiacos. Spennan jókst í E-riðlinum þökk sé 1-1 jafntefli Chelsea á útivelli á móti belgíska liðinu Genk og 3-1 sigri á Valencia á heimavelli á móti Bayer Leverkusen. Chelsea er með 8 stig eða tveimur stigum meira en Leverkusen. Valencia er nú aðeins þremur stigum á eftir enska liðinu eftir þennan góða sigur. Brasilíumaðurinn Jonas kom Valencia í 1-0 eftir aðeins 10,6 sekúndur eftir hrein gjöf frá varnarmönnum þýska liðsins. Hann var aðeins þremur hundraðshlutum frá því að bæta met Hollendingsins Roy Makaay sem skoraði eftir 10,3 sekúndur fyrir Bayern Müncghen á móti Real Madrid árið 2007. Michael Ballack spilaði leikinn nefbrotinn og með grímu. Hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Stefan Kiessling á 31. mínútu en Kiessling skallaði þá inn fyrirgjöf Ballack. Valencia tryggði sér hinsvegar fyrsta sigur sinn í riðlinum með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Ramires kom Chelsea í 1-0 á 25. mínútu eftir laglegt þríhyrningsspil við Fernando Torres. Chelsea gat bætt við mörkum á næstu mínútum ekki síst á 39. mínútu leiksins þegar David Luiz lét ungverska markvörðinn Laszlo Koteles verja frá sér víti sem var dæmt fyrir hendi. Það var hinsvegar Genk sem skoraði næsta mark og tryggði sér 1-1 jafntefli. Zenit St Pétursborg og APOEL Nicosia eru í tveimur efstu sætum G-riðils eftir eins marks sigra á heimavelli. Porto tapaði á Kýpur og er nú í 3.sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Zenit og fjórum stigum á eftir toppliði APOEL.Öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillValencia-Bayer Leverkusen 3-1 1-0 Jonas (1.), 1-1 Stefan Kiessling (31.), 2-1 Roberto Soldado (65.), 3-1 Adil Rami (75.)Genk-Chelsea 1-1 0-1 Ramires (25.), 1-1 Jelle Vossen (61.),F-riðillArsenal-Marseille 0-0Borussia Dortmund-Olympiacos 1-0 1-0 Kevin Großkreutz (7.)G-riðillZenit-Shakhtar Donetsk 1-0 1-0 Nicolas Lombaerts (45.)Apoel Nicosia-Porto 2-1 1-0 Ailton Jose Almeida (42.), 1-1 Hulk (89.), 2-1 Gustavo Manduca (90.)H-riðillFC Bate Borisov-AC Milan 1-1 0-1 Zlatan Ibrahimovic (22.), 1-1 Renan (55.)Viktoria Plzen-Barcelona 0-4 0-1 Lionel Messi, víti (24.), 0-2 Lionel Messi. (45+2), 0-3 Cesc Fabregas (72.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Úrslitin réðust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Evrópumeistarar Barcelona og AC Milan tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar. Barcelona vann þá 4-0 útisigur á Viktoria Plzen og 1-1 jafntefli AC Milan í Hvíta-Rússlandi var því nóg fyrir ítalska liðið. Lionel Messi skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð fyrir Barcelona og það fyrsta var hans 200. fyrir félagið. Messi fiskaði víti og Marian Cisovsky útaf með rautt spjald á 24. mínútu. Messi skoraði síðan sjálfur úr vítinu og staða Tékkanna var orðin slæm enda nógu erfitt að spila með fullt lið á móti Börsungum. Messi kom Barcelona síðan í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir laglegt samspil við Adriano. Cesc Fabregas skoraði þriðja markið á 72. mínútu og Messi innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma. Zlatan Ibrahimovic kom AC Milan í 1-0 á 22. mínútu á móti BATE Borisov í Hvíta Rússlandi en Svíinn fékk þá sendingu frá Robinho. Renan jafnaði metin á 55. mínútu og þannig endaði leikurinn. Barcelona er með 10 stig en AC Milan er með átta stig eða sex stigum fleiri en BATE. AC Milan er hinsvegar með betri innbyrðsstöðu en BATE og verður því aldrei neðar en hvít-rússneska liðið. Ensku liðin Arsenal og Chelsea náðu aðeins jafnteflum út úr sínum leikjum en sigur á heimavelli á móti Marseille hafði skilað lærisveinum Arsene Wenger í sextán liða úrslitin. Arsenal er með eins stigs forskot á Marseille í F-riðli en Borussia Dortmund á enn möguleika eftir 1-0 heimasigur á Olympiacos. Spennan jókst í E-riðlinum þökk sé 1-1 jafntefli Chelsea á útivelli á móti belgíska liðinu Genk og 3-1 sigri á Valencia á heimavelli á móti Bayer Leverkusen. Chelsea er með 8 stig eða tveimur stigum meira en Leverkusen. Valencia er nú aðeins þremur stigum á eftir enska liðinu eftir þennan góða sigur. Brasilíumaðurinn Jonas kom Valencia í 1-0 eftir aðeins 10,6 sekúndur eftir hrein gjöf frá varnarmönnum þýska liðsins. Hann var aðeins þremur hundraðshlutum frá því að bæta met Hollendingsins Roy Makaay sem skoraði eftir 10,3 sekúndur fyrir Bayern Müncghen á móti Real Madrid árið 2007. Michael Ballack spilaði leikinn nefbrotinn og með grímu. Hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Stefan Kiessling á 31. mínútu en Kiessling skallaði þá inn fyrirgjöf Ballack. Valencia tryggði sér hinsvegar fyrsta sigur sinn í riðlinum með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Ramires kom Chelsea í 1-0 á 25. mínútu eftir laglegt þríhyrningsspil við Fernando Torres. Chelsea gat bætt við mörkum á næstu mínútum ekki síst á 39. mínútu leiksins þegar David Luiz lét ungverska markvörðinn Laszlo Koteles verja frá sér víti sem var dæmt fyrir hendi. Það var hinsvegar Genk sem skoraði næsta mark og tryggði sér 1-1 jafntefli. Zenit St Pétursborg og APOEL Nicosia eru í tveimur efstu sætum G-riðils eftir eins marks sigra á heimavelli. Porto tapaði á Kýpur og er nú í 3.sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Zenit og fjórum stigum á eftir toppliði APOEL.Öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillValencia-Bayer Leverkusen 3-1 1-0 Jonas (1.), 1-1 Stefan Kiessling (31.), 2-1 Roberto Soldado (65.), 3-1 Adil Rami (75.)Genk-Chelsea 1-1 0-1 Ramires (25.), 1-1 Jelle Vossen (61.),F-riðillArsenal-Marseille 0-0Borussia Dortmund-Olympiacos 1-0 1-0 Kevin Großkreutz (7.)G-riðillZenit-Shakhtar Donetsk 1-0 1-0 Nicolas Lombaerts (45.)Apoel Nicosia-Porto 2-1 1-0 Ailton Jose Almeida (42.), 1-1 Hulk (89.), 2-1 Gustavo Manduca (90.)H-riðillFC Bate Borisov-AC Milan 1-1 0-1 Zlatan Ibrahimovic (22.), 1-1 Renan (55.)Viktoria Plzen-Barcelona 0-4 0-1 Lionel Messi, víti (24.), 0-2 Lionel Messi. (45+2), 0-3 Cesc Fabregas (72.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira