Enski boltinn

Spilaði meiddur til þess að greiða veðmálaskuldir

Chopra hefur ekki alltaf verið skynsamur.
Chopra hefur ekki alltaf verið skynsamur.
Knattspyrnumaðurinn Michael Chopra hefur viðurkennt að eiga við spilafíkn að stríða. Það sem meira er þá hefur hann tapað 370 milljónum króna í veðbönkum.

Chopra segist hafa verið fastur í vítahring en hann hefur meðal annars tekið upp á því að spila meiddur því hann vantaði pening til að greiða skuldir.

"Fyrsta veðmálið er það versta. Á síðustu árum hef ég eignast meiri pening og þá hef ég einfaldlega veðjað meira," sagði Chopra.

"Ég var að veðja fyrir allt að fjórar milljónir króna á dag. Ég gat alltaf einbeitt mér samt að boltanum en um leið og ég var kominn út úr klefanum fór ég í símann til að athuga hvort ég hefði unnið."

Chopra hefur farið víða á skrautlegum ferli og hann viðurkennir að hafa farið frá Cardiff til Sunderland því hann fékk stóra upphæð er hann skrifaði undir samninginn. Hann þurfti á þeim peningum að halda til að greiða skuldir tengdar veðmálum.

Hann leikur nú með Ipswich, hefur farið í meðferð og er á góðum batavegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×